Óhuggulegur atburður
Góðan dag gott fólk.
Mjög óhuggulegur atburður átti sér stað fyrir 2 dögum síðan. Ég sat heima ásamt vinkonu minni sem var í heimsókn. Fyrir utan húsið, eða öllu heldur fyrir utan bílastæðið liggja járnbrautarteinar. Maður hættir fljótt að heyra í lestunum rúlla fram hjá, en hljóðið síðasta laugardag gleymist seint.
Við heyrðum lest flauta og bremsa af öllum krafti. Við litum út um gluggann og sáum að beint við bílastæðið var lest stop og fyrir utan var maður hlaupandi fram og til baka með gsm síma að eyranu. Eftir smá stund fórum við niður og hittum þar fyrir utan nágranna minn frá næstu hæð. Hann sagði okkur að fara ekki nær. Í hvarfi við grindverk, sem skilur að bílastæðið hér fyrir utan og lestarteinana, lá karlmannslíkami. Ég hafði ekki áhuga á að sjá meira, enda var nágranni minn, sem var ansi brugðið, búinn að segja að þetta væri ekki falleg sjón.
Við fórum upp og sáum sjúkrabíl, lögreglu og fleira koma að og voru að í á að giska 2 tíma.
Mér varð litið út um gluggann og sá slökkviliðsmann standa á lestarteinunum og beygja sig niður. Ég sá hann taka upp íþróttaskó. Virkilega óhuggulegt.
Svona atburðir eru víst ekki óalgengir hér og raunar víðar í Skandinavíu og meginlandi Evrópu.
Ég las í fréttum í dag að um 36 ára karlmann var að ræða sem var í ástarsorg. Hann hafði hoppað viljandi fyrir lestina þegar það voru svona 50 m í hana.
Ég er svo feginn að börnin mín voru ekki hérna. Ég finn verulega til með lestarstjóranum, las einmitt að hann hefði fengið áfallahjálp. Hlýtur að vera ömurleg upplifun að sjá manneskju hoppa svona fyrir lestina og geta ekkert gert.
Ég bið að heilsa í bili.
Arnar Thor
Mjög óhuggulegur atburður átti sér stað fyrir 2 dögum síðan. Ég sat heima ásamt vinkonu minni sem var í heimsókn. Fyrir utan húsið, eða öllu heldur fyrir utan bílastæðið liggja járnbrautarteinar. Maður hættir fljótt að heyra í lestunum rúlla fram hjá, en hljóðið síðasta laugardag gleymist seint.
Við heyrðum lest flauta og bremsa af öllum krafti. Við litum út um gluggann og sáum að beint við bílastæðið var lest stop og fyrir utan var maður hlaupandi fram og til baka með gsm síma að eyranu. Eftir smá stund fórum við niður og hittum þar fyrir utan nágranna minn frá næstu hæð. Hann sagði okkur að fara ekki nær. Í hvarfi við grindverk, sem skilur að bílastæðið hér fyrir utan og lestarteinana, lá karlmannslíkami. Ég hafði ekki áhuga á að sjá meira, enda var nágranni minn, sem var ansi brugðið, búinn að segja að þetta væri ekki falleg sjón.
Við fórum upp og sáum sjúkrabíl, lögreglu og fleira koma að og voru að í á að giska 2 tíma.
Mér varð litið út um gluggann og sá slökkviliðsmann standa á lestarteinunum og beygja sig niður. Ég sá hann taka upp íþróttaskó. Virkilega óhuggulegt.
Svona atburðir eru víst ekki óalgengir hér og raunar víðar í Skandinavíu og meginlandi Evrópu.
Ég las í fréttum í dag að um 36 ára karlmann var að ræða sem var í ástarsorg. Hann hafði hoppað viljandi fyrir lestina þegar það voru svona 50 m í hana.
Ég er svo feginn að börnin mín voru ekki hérna. Ég finn verulega til með lestarstjóranum, las einmitt að hann hefði fengið áfallahjálp. Hlýtur að vera ömurleg upplifun að sjá manneskju hoppa svona fyrir lestina og geta ekkert gert.
Ég bið að heilsa í bili.
Arnar Thor
Ummæli
kv Munda
EN Flott blogg hjá þér öðru að síður.